Dans Í Afríku er mikil dansmenning.
Dans Í Afríku er mikil dansmenning. — AFP
Félagið Afríka 20:20 stendur fyrir dúndur afrísku balli í kvöld, föstudag 13. apríl, í Iðnó. Dansað verður við líflega afríska dægurtónlist, en fjörið hefst um leið og húsið er opnað kl. 21 og stendur til tvö eftir miðnætti.

Félagið Afríka 20:20 stendur fyrir dúndur afrísku balli í kvöld, föstudag 13. apríl, í Iðnó. Dansað verður við líflega afríska dægurtónlist, en fjörið hefst um leið og húsið er opnað kl. 21 og stendur til tvö eftir miðnætti. Sérstakur gestur er Cheick Bangoura, sem slær djembe trommur kl. 22.20 og afrískir göturéttir verða á boðstólum.

Markmið félagsins Afríka 20:20 eru m.a. að skapa vettvang fyrir frjóa umræðu um málefni Afríku sunnan Sahara á Íslandi og stuðla að auknum menningarlegum samskiptum milli Íslendinga og þjóða Afríku.