Boris Johnson
Boris Johnson
Alþjóðlega efnavopnastofnunin OPCW hefur staðfest niðurstöðu rannsóknar breskra yfirvalda á taugaeitrinu sem beitt var gegn Sergej Skrípal, fyrrverandi rússneskum njósnara, og dóttur hans í Bretlandi 4. mars.

Alþjóðlega efnavopnastofnunin OPCW hefur staðfest niðurstöðu rannsóknar breskra yfirvalda á taugaeitrinu sem beitt var gegn Sergej Skrípal, fyrrverandi rússneskum njósnara, og dóttur hans í Bretlandi 4. mars. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði niðurstöðu OPCW sýna að enginn vafi léki á því að rússnesku taugaeitri hefði verið beitt gegn Skrípal. Rússar væru þeir einu sem hefðu getað beitt eitrinu og haft ástæðu til að reyna að ráða Skrípal af dögum.

Rússar sögðu að þeir myndu ekki samþykkja niðurstöðu OPCW nema rússneskir sérfræðingar fengju að rannsaka sýni sem alþjóðastofnunin rannsakaði.