Barnafjöld Frá skráningunni í áheyrnarprufur fyrir Matthildi í Borgarleikhúsinu í fyrradag.
Barnafjöld Frá skráningunni í áheyrnarprufur fyrir Matthildi í Borgarleikhúsinu í fyrradag. — Ljósmynd/Sigurjón Sigurjónsson
Skráning í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi , sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári, fór fram í leikhúsinu í fyrradag og mættu hvorki meira né minna en 1119 börn.

Skráning í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi , sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári, fór fram í leikhúsinu í fyrradag og mættu hvorki meira né minna en 1119 börn. Áheyrnarprufurnar munu fara fram næstu daga í leikhúsinu og eru þær fyrir börn fædd 2006-2011.

Skráningin gekk vel fyrir sig þrátt fyrir þennan mikla fjölda og náði röðin út að næsta inngangi Kringlunnar, samkvæmt tilkynningu. Leikstjóri sýningarinnar, Bergur Þór Ingólfsson, og danshöfundur hennar, Lee Proud, fá það erfiða hlutverk að velja úr þessum gríðarstóra hópi umsækjenda.

Matthildur er tiltölulega nýr söngleikur byggður á samnefndri sögu enska barnabókahöfundarins Roald Dahl. Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratfort-upon-Avon árið 2010 og var síðar fluttur á West End og Broadway. Hefur hann hlotið hátt í hundrað verðlaun og þar af 16 sem besti söngleikurinn.