Allt að 117% eða 8.050 kr. munur er á umfelgun fyrir stóra jeppa með 18 tommu dekk. Eftir því sem dekkin eru minni því minni er verðmunurinn. Þetta kemur fram í verðkönnun á umfelgun sem Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi á mánudag.

Allt að 117% eða 8.050 kr. munur er á umfelgun fyrir stóra jeppa með 18 tommu dekk. Eftir því sem dekkin eru minni því minni er verðmunurinn. Þetta kemur fram í verðkönnun á umfelgun sem Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi á mánudag.

Könnunin var framkvæmd á 30 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið og var Bifreiðaverkstæðið Stormur á Patreksfirði oftast með lægsta verðið eða í 9 tilvikum af 10 en Klettur var oftast með það hæsta eða í 5 tilvikum af 10.

Nicolai bílaverkstæði býður upp á lægsta verðið á umfelgun 18 tommu dekkja, 6.900 krónur, en það hæsta er hjá Kletti, 14.950 krónur. Verðmunurinn er minni, 82% eða 5.096 krónur á umfelgun fyrir jepplinga með 16 tommu dekk, en lægsta verðið mátti finna hjá Stormi á Patreksfirði, 6.200 krónur en það hæsta á Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar, 11.296 krónur. Verðmunurinn er síðan kominn í 51%-54% fyrir minni bíla.