Meðal þess sem Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, kom inn á í ræðu sinni var að greinilegt væri að áhugi Bandaríkjanna á Íslandi hefði aukist.

Meðal þess sem Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, kom inn á í ræðu sinni var að greinilegt væri að áhugi Bandaríkjanna á Íslandi hefði aukist. Það sæist meðal annars á aukinni viðveru bandarískra herflugvéla á Keflavíkurflugvelli þó varanleg viðvera væri ekki opinber stefna Bandaríkjanna.

Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefði aukist þó það væri engu að síður mun minna en var á tímum kalda stríðsins. Bandaríski flotinn hefði mikinn áhuga á að fylgjast með nýjustu kafbátum Rússa. Ekki síst til þess að uppfæra kerfi sitt og gagnabanka. Hernaðarlegu atriðin væru í meginatriðum þau sömu og í kalda stríðinu þó aðstæður hefðu að öðru leyti breyst.