Rusltöngin góða Sigurður segir plokkvæðinguna skapa skemmtilega menningu.
Rusltöngin góða Sigurður segir plokkvæðinguna skapa skemmtilega menningu.
„Rusltangirnar alveg mokast út hjá okkur þessa dagana,“ segir Sigurður Svavarsson, verslunarstjóri hjá Húsasmiðjunni í Grafarholti í Reykjavík.

„Rusltangirnar alveg mokast út hjá okkur þessa dagana,“ segir Sigurður Svavarsson, verslunarstjóri hjá Húsasmiðjunni í Grafarholti í Reykjavík. Tangir þessar eru þarfaþing sem margir þekkja, eru um hálfur metri á lengd og með handfangi sem aftur opnar kló sem grípur ruslið upp úr jörðinni, svo plokkarar þurfi ekki að beygja sig fram svo oft að bakverkir eða önnur óþægindi fylgi.

Sigurður segir plokkvæðinguna skapa skemmtilega menningu og það sé líka sómi að því að fólk gangi vel um umhverfi sitt.

„Sérstaklega er þetta kærkomið á opnum svæðum sem eru nokkurs konar einkismannsland. Í Vatnsendahverfinu í Kópavogi þar sem ég bý hefur verið efnt til atburða þar sem fólk fer út að tína rusl sem er bara mjög skemmtilegt framtak.

Hér í búðinni finnum við að kominn er vorhugur í fólk – og kominn góður kippur í sölu á garðverkfærum og þau eiga eftir fara mjög grimmt á næstu vikum,“ segir Sigurður.