Gísli Örn kíkti í morgunþáttinn Ísland vaknar.
Gísli Örn kíkti í morgunþáttinn Ísland vaknar.
Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri heimsótti þau Loga, Rikku og Rúnar Frey í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.
Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri heimsótti þau Loga, Rikku og Rúnar Frey í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Það er alltaf mikið að gerast í kringum Gísla en hann frumsýnir leikritið „Fólk, staðir og hlutir“ í Borgarleikhúsinu í kvöld og leikur aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni „Vargar“ sem verður frumsýnd 4. maí. Gísli fór á kostum þegar hann var beðinn að nota sína fögru rödd til að búa til stiklu fyrir þáttinn, bæði á íslensku og norsku, en Gísli talar norsku reiprennandi. Hlustaðu og horfðu á stórskemmtilegt viðtal á k100.is.