Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er margt í ólestri hjá Reykjavíkurborg, stórt og smátt. Það smáa getur skipt fjölmargt fólk miklu máli og gert líf þess leitt, snúið og erfitt og jafnvel verið stórskaðlegt. Þess vegna má ekki gera lítið úr því, þótt „smátt“ sé.

Það er margt í ólestri hjá Reykjavíkurborg, stórt og smátt.

Það smáa getur skipt fjölmargt fólk miklu máli og gert líf þess leitt, snúið og erfitt og jafnvel verið stórskaðlegt.

Þess vegna má ekki gera lítið úr því, þótt „smátt“ sé.

En hið stóra sem hefur verið haldið á með kauðskum hætti hefur áhrif á allt hitt.

Ruglandi í skipulagsmálum og deyfð og drungi í húsnæðismálum.

Óboðleg umgengni, hvort sem það er á opinberum svæðum og mannvirkjum eða gatnakerfinu.

En aðalforsendan er þó sú, að ekki sé farið illa með fjárhaginn. Vigdís Hauksdóttir, sem lét myndarlega til sín taka við umfjöllun um fjármál ríkisins á þingi, bendir á þetta.

Hún sagði nýlega í grein hér í blaðinu:

Það stóð heima að þegar Dagur B. og Jón Gnarr komust í borgarstjórn um mitt ár 2010 byrjaði skuldasöfnun borgarinnar sem ekki sér fyrir endann á og skuldar Reykjavíkurborg nú langt yfir 100 milljarða.“

Þetta er hrikaleg staða sem Vigdís lýsir þarna. Og þótt óreiðan sé mikil á flestum sviðum er brýnast alls í borginni að stöðva þessa óheillaþróun.