Auður Ava Ólafsdóttur
Auður Ava Ólafsdóttur
Ör , skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, er tilnefnd til Premio Strega-verðlaunanna, en um er að ræða virtustu bókmenntaverðlauna Ítala. Verðlaunin verða afhent í Tórínó 13. maí.
Ör , skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, er tilnefnd til Premio Strega-verðlaunanna, en um er að ræða virtustu bókmenntaverðlauna Ítala. Verðlaunin verða afhent í Tórínó 13. maí.

Skáldsaga Auðar Övu kom út undir titlinum Hotel Silence á Ítalíu í janúar og hefur fengið góða dóma og mikla umfjöllun í ítölskum fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Benedikt bókaútgáfu seldist fyrsta upplag bókarinnar upp í fyrstu vikunni og þriðja prentun er komin í verslanir.„Ítalskir gagnrýnendur eru sammála um að bókin fjalli um eðli mennskunnar, um fall og upprisu hins venjulega manns og að höfundur komi sífellt á óvart með hugmyndaflugi sínu.“