Albert Jónsson
Albert Jónsson
Rússneskir valdhafar virðast raunverulega trúa því að setið sé um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan komi fyrst og fremst utan frá. Þannig tala þeir í eigin hópi að sögn Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi.

Rússneskir valdhafar virðast raunverulega trúa því að setið sé um Rússland og áhrifasvæði þess. Hættan komi fyrst og fremst utan frá. Þannig tala þeir í eigin hópi að sögn Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Þetta sé þannig ekki einungis áróður heimafyrir. Valdhafarnir trúi þessu sjálfir.

Albert ræddi um utanríkisstefnu Rússlands, norðurslóðir og stöðu Íslands á fjölmennum hádegisfundi Varðbergs í gær. 20