Hamfarir Ógurlega albínógórillan George í hasarmyndinni Rampage.
Hamfarir Ógurlega albínógórillan George í hasarmyndinni Rampage.
Rampage Harðhausinn Dwayne Johnson fer með hlutverk Davis Okoye sem er sérfræðingur í prímötum. Hann á í sérstöku vinasambandi við albínógórilluna George sem er bráðgáfuð.
Rampage

Harðhausinn Dwayne Johnson fer með hlutverk Davis Okoye sem er sérfræðingur í prímötum. Hann á í sérstöku vinasambandi við albínógórilluna George sem er bráðgáfuð. Tilraun er gerð á górillunni sem fer að stækka gríðarlega og verður á endanum risavaxin líkt og King Kong. Og George er ekki eina stökkbreytta skrímslið því ýmsar ófreskjur taka að herja á Norður-Ameríku og Okoye reynir allt hvað hann getur að búa til mótefni gegn efninu sem sprautað var í dýrin og bjarga með því heiminum.

Leikstjóri myndarinnar er Brad Peyton og með aðalhlutverk fara, auk Johnson, þau Naomie Harris, Malin Akerman, Jeffrey Dean Morgan og Jake Lacy.

Metacritic: 47/100

The Strangers: Prey at Night

Hrollvekja um fjögurra manna fjölskyldu, hjón og tvö börn þeirra, sem eru á ferðalagi og gista eina nótt í bústað á afskekktum stað. Einver virðist búa í bústaðnum og eftir að fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir kemur í ljós að hún hefur verið leidd í dauðagildru.

Leikstjóri er Johannes Roberts og með aðalhlutverk fara Christina Hendricks, Bailee Madison, Martin Henderson, Emma Bellomy og Lewis Pullman. Metacritic: 49/100