Leikur að læra heima? Uppi eru skiptar skoðanir um gildi heimanáms.
Leikur að læra heima? Uppi eru skiptar skoðanir um gildi heimanáms. — Morgunblaðið/Hari
Af fyrirlestrum á vorráðstefnunni, sem ekki eru nefndir í viðtalinu við Guðmund, eru þessir helstir: Mælifellshnjúkar í fjarska - samræður við foreldra, sem Ingibjörg Auðunsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá MSHA, flytur.

Af fyrirlestrum á vorráðstefnunni, sem ekki eru nefndir í viðtalinu við Guðmund, eru þessir helstir:

Mælifellshnjúkar í fjarska - samræður við foreldra, sem Ingibjörg Auðunsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur hjá MSHA, flytur. Hún fjallar líka, ásamt Maríu Aðalsteinsdóttur, kennara við Oddeyrarskóla, um 15 ára reynslu af fjölskylduheimsóknum umsjónarkennara Oddeyrarskóla í öðrum fyrirlestri, og í þeim þriðja hvernig árangursríkt samstarf heimila og skóla þróast.

Hermína Gunnþórsdóttir, dósent við HA, fjallar um hvort gera þurfi meiri kröfur til nemenda, innflytjendur í námi og viðhorf kennara og foreldra til náms og kennslu.

Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við HÍ, og Susan Rafik Hama, doktorsnemi við HÍ, flytja erindi um flóttabörn í íslenskum skólum, Þorlákur Axel Jónsson, aðjúnkt við HA, um stöðu innflytjenda og nokkrir taka til máls um nemendur frá Sýrlandi í íslenskum skólum.

Þá eru ótaldir nokkrir fyrirlestrar, en allir fjalla þeir með einum eða öðrum hætti um leiðir til farsæls samstarfs heimila og skóla. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.msha.is