Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í Reykjavík í knattspyrnu til tveggja ára, eða út tímabilið 2019.

Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í Reykjavík í knattspyrnu til tveggja ára, eða út tímabilið 2019. Hann tekur við af Gregg Ryder sem hætti störfum fyrr í þessari viku eftir „faglegan ágreining,“ eins og það var orðað.

Gunnlaugur er 43 ára Skagamaður sem var fyrirliði bæði ÍA og KR auk þess sem hann lék um skeið í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Skotlandi. Hann þjálfaði fyrst Selfyssinga árið 2009, Val 2010, KA 2011-2012, HK 2013 og síðan Skagamenn frá 2014. Hann hætti störfum með lið ÍA 21. ágúst 2017 en liðið sat þá í slæmri stöðu á botni Pepsi-deildarinnar. Gunnlaugur verður keppinautur Skagamanna í ár því Þróttarar höfnuðu í þriðja sæti 1. deildar í fyrra og gætu barist áfram um að komast í efstu deild í ár. vs@mbl.is