Fyrirlesarar F.v. Sólveig Anna Bóasdóttir, Viviane Namaste, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir flytja erindi.
Fyrirlesarar F.v. Sólveig Anna Bóasdóttir, Viviane Namaste, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir flytja erindi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Málþing um transfólk, heilbrigði og réttlæti verður haldið kl. 13-15 í dag, föstudaginn 13. apríl, í samstarfi RIKK og Samtakanna 78, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Málþing um transfólk, heilbrigði og réttlæti verður haldið kl. 13-15 í dag, föstudaginn 13. apríl, í samstarfi RIKK og Samtakanna 78, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið er haldið í tilefni þeirra tímamóta að Samtökin 78 fagna í ár 40 ára afmæli sínu.

Dagskráin er á þá leið að fyrst flytur Viviane Namaste, prófessor í kynheilsu og HIV/AIDS við Concordia-háskóla í Montreal í Kanada, fyrirlestur með yfirskriftinni „Transfólk og heilbrigði í París. Að læra af sögunni um aðgang að heilbrigðisþjónustu.“

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, fjallar um stakkaskipti í femínískri guðfræði og tekur nokkur dæmi og loks flytja kynjafræðingarnir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir erindið „Í hvernig nærfötum ertu núna?“ sem snýst um upplifun transfólks af transtengdri heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Að loknum erindum verða umræður.

Málþingið er haldið á ensku, aðgangur á það er ókeypis og öllum heimill.