Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst tvö embætti skólastjórnenda laus til umsóknar. Annars vegar er um að ræða embætti rektors Menntaskólans við Hamrahlíð og hins vegar embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst tvö embætti skólastjórnenda laus til umsóknar.

Annars vegar er um að ræða embætti rektors Menntaskólans við Hamrahlíð og hins vegar embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að skipað sé í störfin til fimm ára í senn, að fenginni umsókn hlutaðeigandi skólanefndar.

Umsóknarfrestur fyrir bæði störfin er til og með 30. apríl og ráðið verður í störfin frá og með 1. ágúst. Í báðum tilvikum verða nöfn allra umsækjenda birt á vef ráðuneytisins.