— Morgunblaðið/RAX
13. apríl 1203 Guðmundur Arason, hinn góði, var vígður Hólabiskup. Hann var þá 43 ára og gegndi embættinu í 34 ár. 13. apríl 1972 Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari lést, 86 ára.

13. apríl 1203

Guðmundur Arason, hinn góði, var vígður Hólabiskup. Hann var þá 43 ára og gegndi embættinu í 34 ár.

13. apríl 1972

Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari lést, 86 ára. „Enginn listmálari okkar hefur markað eins eftirminnileg spor með verkum sínum,“ sagði Morgunblaðið. „Hann hefur stækkað lítið land.“

13. apríl 1998

Allir þrír bankastjórar Landsbankans sögðu af sér í kjölfar umræðna um kostnað við laxveiðar og fleira.

13. apríl 1999

Undirritaðir voru samningar við Norðmenn og Rússa um lausn Smugudeilunnar, sem hafði staðið í nær sex ár. Íslendingar fengu að veiða 8.900 lestir af þorski í lögsögu þessara ríkja í Barentshafi í skiptum fyrir takmarkaðar aflaheimildir í íslenskri lögsögu.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson