Rúnar Gunnarsson
Rúnar Gunnarsson
Rúnar Gunnarsson, sem rekur flutningaþjónustu Eimskips á Austurlandi, leiðir lista Miðflokksins í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí næstkomandi.

Rúnar Gunnarsson, sem rekur flutningaþjónustu Eimskips á Austurlandi, leiðir lista Miðflokksins í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí næstkomandi.

Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að Miðflokksfélag Fjarðabyggðar hafi verið formlega stofnað 7. apríl og að þar hafi verið samþykkt að flokkurinn myndi bjóða fram í sveitarfélaginu.

Í tilkynningunni segir einnig að áherslumál listans verði að vinna að betri sameiningu íbúa í Fjarðabyggð til að styrkja samfélagið í heild og að rýna í fjármál sveitarfélagsins. Listinn í heild verður kynntur síðar.