Mengun Loftgæði rýrnuðu víða mjög.
Mengun Loftgæði rýrnuðu víða mjög. — Morgunblaðið/Hari
Sú mikla loftmengun sem lagðist yfir allt höfuðborgarsvæðið um síðastliðin áramót er óviðunandi og er tilefni til að hafa af því áhyggjur. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra við Morgunblaðið.

Sú mikla loftmengun sem lagðist yfir allt höfuðborgarsvæðið um síðastliðin áramót er óviðunandi og er tilefni til að hafa af því áhyggjur. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra við Morgunblaðið. Hann telur jafnframt þörf á að bregðast við loftmengun frá skoteldum.

„Það á ekki að vera svo að þeir sem eru viðkvæmastir fyrir þurfi að halda sig innandyra þegar mengunartoppar eins og þessi myndast,“ segir hann, en niðurstöður rannsókna sýna að mengunin er afar varasöm fólki. 11