Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2,4% árið 2017 eða tæplega 3.000 manns. Er þetta mesta íbúafjölgun í Reykjavík í tæp 30 ár og sú mesta á einu ári í Reykjavík síðan 1988, þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp, segir í fréttatilkynningu frá borginni.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2,4% árið 2017 eða tæplega 3.000 manns. Er þetta mesta íbúafjölgun í Reykjavík í tæp 30 ár og sú mesta á einu ári í Reykjavík síðan 1988, þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp, segir í fréttatilkynningu frá borginni.

Í einstökum hverfum er fjölgunin mest í Úlfarsárdal eða rúm 38% en þar hefur verið byggt mikið á undanförnum árum. Í Hamrahverfi í Grafarvogi fjölgar einnig um rúm 12%. Þar skýrir uppbygging í Bryggjuhverfi fjölgunina en þar eru 280 íbúðir að byggjast upp. Íbúafjölgun í Bryggjuhverfinu sjálfu er tæp 30%. Einnig verður veruleg íbúafjölgun í Norðurmýri eða rúmlega 7%, en innan þess hverfis eru meðal annars nýbyggingar í Smiðjuholti þar sem Búseti hefur byggt 203 íbúðir.

Íbúafækkun milli ára í rótgrónum hverfum heyrir til undantekninga en það er einkum í eldri úthverfum, austan Elliðaáa, sem greina má fækkun milli ára.

Undantekningin frá þessu er í Efra-Breiðholti en þar er óvenju mikil fjölgun.