Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J.

Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að ekki sé frágengið á milli stjórnmálaflokkanna á Alþingi hvaða mál verði pólitísk samstaða um að afgreiða fyrir þingfrestun í maí, en þó séu nokkur mál, sem fyrir liggi að verði afgreidd fyrir frestun.

„Það liggur engin slík niðurstaða þingflokkanna fyrir. Það sem blasir auðvitað við að þingið afgreiði, er lögbundið mál, eins og fjármálaáætlunin. Augljóslega verður hún afgreidd á þessu þingi,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Þarf að klára gömul loforð

„Auk þess þarf þingið að klára gömul loforð, eins og þessi stóru mál, NPA og endurskoðun á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem hangir saman. Annars vegar notendastýrða persónulega aðstoð við fatlaða (NPA) og innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna, hins vegar. Þessi stóru mál eru inni í velferðarnefnd þingsins og það styttist í afgreiðslu þeirra út úr nefndinni. Þetta eru mál sem ekki bara stjórnarmeirihlutinn, heldur þingið allt hefur skuldbundið sig til þess að klára,“ sagði Steingrímur.

Hann segir að formenn allra flokka hafi gefið mjög skýr loforð fyrir kosningar síðasta haust um að þessi mál yrðu afgreidd á yfirstandandi þingi.

Steingrímur segir að aðrar umræður á milli stjórnmálaflokkanna og þingflokksformanna um afgreiðslu þingmála á þessu þingi séu ekki hafnar, en reiknar með að slíkar viðræður fari í gang áður en langt um líður.