2:0 Akureyringar fagna í Kópavoginum í gær en þeir eru komnir í dauðafæri við Íslandsmeistaratitilinn og eiga heimaleik framundan.
2:0 Akureyringar fagna í Kópavoginum í gær en þeir eru komnir í dauðafæri við Íslandsmeistaratitilinn og eiga heimaleik framundan. — Morgunblaðið/Valli
KA er einum sigri frá því að verða Íslandsmeistari karla í blaki eftir 3:1-sigur á HK í öðrum úrslitaleik liðanna í Fagralundi í Kópavogi í gær. KA er nú með 2:0-forystu í einvíginu.

KA er einum sigri frá því að verða Íslandsmeistari karla í blaki eftir 3:1-sigur á HK í öðrum úrslitaleik liðanna í Fagralundi í Kópavogi í gær. KA er nú með 2:0-forystu í einvíginu.

KA byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna 25:21, en HK svaraði með 25:23-sigri í 2. hrinu og jafnaði leikinn. KA vann hins vegar næstu tvær hrinur, 25:21 og 25:22, og leikinn í leiðinni.

Quentin Moore átti stórleik fyrir KA og skoraði 27 stig, Mason Casner gerði 11 og Alexander Arnar Þórisson skoraði 10 stig. Hjá HK var Andreas Hilmir Halldórsson með 14 stig og Gary House 12.

Liðin mætast í þriðja sinn á Akureyri næstkomandi þriðjudag og getur KA þá orðið Íslandsmeistari. Fyrsti leikur liðanna á miðvikudag á Akureyri var hörkuleikur en honum lauk með 3:1-sigri KA. HK er ríkjandi Íslandsmeistari en er nú komið í erfiða stöðu. johanningi@mbl.is