Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir í landsleiknum við Perú í lok mars og er klár í slaginn með Burnley sem tekur á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir í landsleiknum við Perú í lok mars og er klár í slaginn með Burnley sem tekur á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær en þar upplýsti hann einnig að varnarmaðurinn Ben Mee yrði frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla.

Jóhann hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum Burnley í deildinni en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og á enn möguleika á að ná sæti í Evrópudeildinni. Jóhann hefur átt góðu gengi að fagna með Burnley í vetur en hann hefur skorað 2 mörk og hefur gefið flestar stoðsendingar af leikmönnum Burnley eða 6 talsins. gummih@mbl.is