Okja Úr kvikmynd framleiddri af Netflix sem sýnd var í Cannes í fyrra.
Okja Úr kvikmynd framleiddri af Netflix sem sýnd var í Cannes í fyrra.
Streymisveitan Netflix mun ekki sýna neinar kvikmyndir framleiddar af henni í keppnisflokkum kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem hefst í næsta mánuði.
Streymisveitan Netflix mun ekki sýna neinar kvikmyndir framleiddar af henni í keppnisflokkum kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem hefst í næsta mánuði. Ted Sarandos, sem hefur yfirumsjón með innihaldi veitunnar, greindi kvikmyndavefnum Variety frá því að hann teldi það ekki til neins að sýna kvikmyndir Netflix í Cannes eftir að breytingar voru gerðar á reglum hátíðarinnar. Stjórnandi hennar, Thierry Fremaux, greindi frá því í síðasta mánuði að Netflix hefði neitað að sýna kvikmyndir sínar í frönskum kvikmyndahúsum en það er skilyrði fyrir þátttöku í keppnisflokkum hátíðarinnar og fyrir vikið koma þær ekki til greina.