— Morgunblaðið/Valli
„Ég er svo glöð að vera með allar tennur mínar og að nefið sé ekki skakkt,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona sem varð fyrir því óláni á Sýningunni sem klikkar á miðvikudagskvöldið að fá hurð í andlitið með þeim afleiðingum að hún...

„Ég er svo glöð að vera með allar tennur mínar og að nefið sé ekki skakkt,“ segir Birna Rún Eiríksdóttir leikkona sem varð fyrir því óláni á Sýningunni sem klikkar á miðvikudagskvöldið að fá hurð í andlitið með þeim afleiðingum að hún marðist og vör sprakk. Hún þurfti að fara á slysadeild til aðhlynningar og leikhúsgestir þurftu því frá að hverfa í hléi.

Birna Rún var aftur mætt á svið Borgarleikhússins í gærkvöldi og héldu sýningar áfram samkvæmt áætlun. Hún bar sig vel í sminkinu baksviðs fyrir sýningu þar sem hún sýndi ljósmyndara bólgna vörina, sem ekki þurfti að sauma saman. Viðtal er við Birnu Rún í menningarhluta blaðsins. 41