Akureyri Það vakti athygli þegar þotur Icelandair komu í gær að sækja fólkið í árshátíðarferðina.
Akureyri Það vakti athygli þegar þotur Icelandair komu í gær að sækja fólkið í árshátíðarferðina. — Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óvenju mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í gær og hefur ekki verið jafn þétt á einum degi síðan Eyjafjallajökull gaus árið 2010, að sögn Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra á Akureyri.

Óvenju mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í gær og hefur ekki verið jafn þétt á einum degi síðan Eyjafjallajökull gaus árið 2010, að sögn Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallarstjóra á Akureyri.

Ástæða þessarar miklu umferðar var að Samherji bauð starfsmönnum og mökum í árshátíðarferð til Póllands. Auk þess fóru þaðan skemmtikraftar til að skemmta gestunum.

Þrjár þotur Icelandair fóru frá Akureyri til Gdansk í gær og sú fjórða fer í dag frá Akureyri til Póllands. Fimmta þotan fer svo frá Keflavíkurflugvelli í dag með fólk á árshátíðina. Um 900 manns taka þátt í árshátíðarferðinni. Árshátíðin verður haldin í bænum Sopot, mitt á milli Gdansk og Gdynia.

Hjördís sagði að greiðlega hefði gengið að afgreiða alla þessa farþega enda hefði það verið undirbúið vel. Flugvélarnar fóru ekki allar á sama tíma og dreifðist umferðin yfir daginn og var vel viðráðanleg, að sögn Hjördísar. gudni@mbl.is