Wadada Leo Smith, frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu djasstrompetleikurum samtímans, leikur í menningarhúsinu Mengi í kvöld og á morgun.
Wadada Leo Smith, frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu djasstrompetleikurum samtímans, leikur í menningarhúsinu Mengi í kvöld og á morgun. Undanfarin tvö ár hefur hann skipulagt tónlistarhátíðina Create Festival í Bandaríkjunum sem tileinkuð er tónsmíðum hans og flutningi þeirra og verður nú haldin tveggja daga Create-hátíð í Mengi, sú fyrsta í Evrópu. Íslenskir tónlistarmenn koma fram með Smith, m.a. bassaleikarinn Skúli Sverrisson.