Í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik árið 2020, sem haldið er í Austurríki, Noregi og Svíþjóð, leika í fyrsta skipti 24 þjóðir en þær hafa verið 16 frá árinu 2002.

Í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik árið 2020, sem haldið er í Austurríki, Noregi og Svíþjóð, leika í fyrsta skipti 24 þjóðir en þær hafa verið 16 frá árinu 2002.

Gestgjafarnir eru þrír í fyrsta skipti og sleppa við undankeppnina, rétt eins og ríkjandi Evrópumeistarar, Spánverjar. Þessar fjórar þjóðir fara beint á EM en leika sjálfstæða fjögurra liða keppni samhliða undankeppninni og á sömu leikdögum, þar sem þær spila um EHF-Evrópubikarinn.

Þær 32 þjóðir sem leika um hin 20 sætin á EM drógust þannig í riðla í Þrándheimi í gær:

1. RIÐILL:

Þýskaland

Pólland

Ísrael

Kósóvó

2. RIÐILL:

Króatía

Serbía

Sviss

Belgía

3. RIÐILL:

Makedónía

ÍSLAND

Tyrkland

Grikkland

4. RIÐILL:

Slóvenía

Holland

Lettland

Eistland

5. RIÐILL:

Hvíta-Rússland

Tékkland

Bosnía

Belgía

6. RIÐILL:

Frakkland

Portúgal

Litháen

Rúmenía

7. RIÐILL:

Ungverjaland

Rússland

Slóvakía

Ítalía

8. RIÐILL:

Danmörk

Svartfjallaland

Úkraína

Færeyjar

*Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast á EM 2020 og auk þess þau fjögur lið af átta sem ná bestum árangri í þriðja sæti riðlanna.

*Fyrstu tvær umferðir eru leiknar 24.-28. október 2018, næstu tvær 10.-14. apríl 2019 og síðustu tvær 12.-16. júní 2019.

*Lokakeppnin fer fram í löndunum þremur 10.-26. janúar 2020.