Byrji íþróttaleikur áður en annar er búinn má segja að þeir skarist en ekki „skarist á við hvor annan“. Að skarast þýðir að ná yfir e-ð annað að hluta . Það má líka segja að þeir rekist á . Hins vegar geta þeir ekki stangast á .
Byrji íþróttaleikur áður en annar er búinn má segja að þeir skarist en ekki „skarist á við hvor annan“. Að skarast þýðir að ná yfir e-ð annað að hluta . Það má líka segja að þeir rekist á . Hins vegar geta þeir ekki stangast á . Það þýðir ber ekki saman , samrýmist ekki : „Frásagnir vitnanna stönguðust á“.