Þrjú nema nú bókband við Upplýsingatækniskóla Tækniskólans og útskrifast í vor, tvær stúlkur og einn piltur. Þá tekur við 48 vikna starfsnám áður en þau taka sveinspróf. Fremur erfitt er að koma nemum á samning, að sögn Sófusar Guðjónssonar, kennara.

Þrjú nema nú bókband við Upplýsingatækniskóla Tækniskólans og útskrifast í vor, tvær stúlkur og einn piltur. Þá tekur við 48 vikna starfsnám áður en þau taka sveinspróf. Fremur erfitt er að koma nemum á samning, að sögn Sófusar Guðjónssonar, kennara. Hann reiknar með að bókbandsnemarnir komist þó allir á samning.

„Það er farið að vanta bókbindara. Þetta er með elstu starfsstéttum. Starfandi bókbindarar eru margir komnir á sjötugsaldur eða á eftirlaun. Það hefur verið lítil endurnýjun undanfarin ár,“ sagði Sófus. Hann vissi af einum sem ætlar að hefja nám í bókbandi í haust.