Jónatan Ingi Jónsson
Jónatan Ingi Jónsson
Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður hollenska knattspyrnufélagsins AZ Alkmaar, hefur æft með FH undanfarna daga og skoraði mark liðsins í jafntefli gegn Selfyssingum í æfingaleik í fyrrakvöld.

Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður hollenska knattspyrnufélagsins AZ Alkmaar, hefur æft með FH undanfarna daga og skoraði mark liðsins í jafntefli gegn Selfyssingum í æfingaleik í fyrrakvöld. Jónatan Ingi, sem er 19 ára gamall, er uppalinn í FH en gekk í raðir AZ Alkmaar árið 2015 og hefur spilað með unglingaliði félagsins. Hann hefur leikið með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

„Jónatan er búinn æfa með okkur síðustu daga. Ég hafði aldrei séð hann spila fyrr en í gær. Hann lék í hálftíma á móti Selfyssingum og stóð sig mjög vel. Samningur hans við AZ Alkmaar rennur út í sumar og það er alveg möguleiki á að hann komi aftur til FH og spili með okkur í sumar,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH-inga, í samtali við mbl.is. gummih@mbl.is