Ný íslensk kvikmynd, Vargur, eftir Börk Sigþórsson verður frumsýnd í helstu bíóhúsum landsins 4. maí. Baltasar Breki Samper og Gísli Örn Garðarsson leika aðalhlutverkin en þeir leika bræður sem lenda í miklum vanda.

Ný íslensk kvikmynd, Vargur, eftir Börk Sigþórsson verður frumsýnd í helstu bíóhúsum landsins 4. maí. Baltasar Breki Samper og Gísli Örn Garðarsson leika aðalhlutverkin en þeir leika bræður sem lenda í miklum vanda.

„Myndin er að einhverju leyti innblásin af sönnum atburðum úr glæpasögum Íslands og þá kannski helst líkfundarmálinu,“ segir Börkur leikstjóri, en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar. „Þetta er mjög spennuþrungin og þéttskrúfuð mynd en lýsir líka samfélaginu sem við búum í. Og þetta eru sannarlega einhverjar vangaveltur hjá mér sem varða hugmyndir um ábyrgð og einstaklinginn og hvað maður getur í raun gengið langt í að vernda eigin hagsmuni. Glæpasöguformið er skemmtilegt, því það leyfir manni að ýkja sína verstu tendensa. Glæpir leita til mín. Þetta tengist líklega tilvistarkreppunum sem ég er í hverju sinni,“ segir Börkur og brosir.

Hlustaðu á viðtalið við Börk úr morgnþættinum Ísland vaknar á www.k100.is.