Reisuleg Verk Helga Gíslasonar og Jaume Plensa í Pilane á eynni Tjörn.
Reisuleg Verk Helga Gíslasonar og Jaume Plensa í Pilane á eynni Tjörn. — Ljósmynd/Helgi Gíslason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tæplega sex metra hár skúlptúr Helga Gíslasonar myndlistarmanns, Heimur í huga manns , hefur verið settur upp í hinum vinsæla skúlptúrgarði Pilane á eynni Tjörn í Bohuslän-skerjagarðinum við Svíþjóð. Sumarsýningin í Pilane verður opnuð 19.

Tæplega sex metra hár skúlptúr Helga Gíslasonar myndlistarmanns, Heimur í huga manns , hefur verið settur upp í hinum vinsæla skúlptúrgarði Pilane á eynni Tjörn í Bohuslän-skerjagarðinum við Svíþjóð.

Sumarsýningin í Pilane verður opnuð 19. maí næstkomandi og í garðinum getur að líta verk eftir níu samtímalistamenn og suma heimsþekkta, eins og Jaume Plensa og Tony Cragg. Auk Helga og þeirra tveggja má í sumar sjá verk eftir Laura Ford, Hanneke Beaumont, Ida Koitila, Maria Miesenberger, Per Svensson og Hedvig Bergman.

Þetta verður tólfta sumarið sem skúlptúrsýning er opnuð í Pilane, en sýningarsvæðið er annars þekkt fyrir fornar grafir og mannvistarleifar frá járnöld.