Önnur messa. A-NS Norður &spade;KD102 &heart;ÁK963 ⋄K2 &klubs;107 Vestur Austur &spade;98543 &spade;Á6 &heart;G105 &heart;D74 ⋄5 ⋄DG108763 &klubs;ÁDG8 &klubs;9 Suður &spade;G7 &heart;82 ⋄Á94 &klubs;K65432 Suður spilar 5&klubs;...

Önnur messa. A-NS

Norður
KD102
ÁK963
K2
107

Vestur Austur
98543 Á6
G105 D74
5 DG108763
ÁDG8 9

Suður
G7
82
Á94
K65432

Suður spilar 5 dobluð.

„Eitt er að kunna kerfið sitt, annað að beita því af skynsemi.“ Gölturinn var enn í messustuði og dreifði nú miða með austurhendinni til viðstaddra: „Er þetta opnun á þremur tíglum?“

Eins og venjulega áræddi enginn að svara og Gölturinn svaraði því sjálfur: „Samkvæmt hefðbundnum kerfum er þetta dæmigerð hindrun á þremur. En hver bíður á rauðu ljósi þegar enginn bíll er sjáanlegur? Lítið á stöðuna: Þið eruð í fyrstu hendi, utan gegn á hættu. Kjörstaða til að herða pressuna.“

Spilið kom víst upp í nýlegum æfingaleik Belga og Hollendinga fyrir komandi EM. Belginn Philippe Coenrates opnaði á 3. Norður doblaði til úttektar, suður sagði 3G og fór þar hægt og hljótt tvo niður (-200). Á hinu borðinu vakti hinn hollenski Danny Molenaar á 4. Sú sögn gekk til norðurs, sem doblaði, og suður sagði 5 með hræðilegum afleiðingum (-800).