Friðrik Þór Gunnarsson
Friðrik Þór Gunnarsson
Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði á dögunum grein um veiðigjald í sjávarútvegi. Hann benti á að á yfirstandandi fiskveiðiári hefði veiðigjaldið meira en tvöfaldast frá síðasta fiskveiðiári.

Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði á dögunum grein um veiðigjald í sjávarútvegi.

Hann benti á að á yfirstandandi fiskveiðiári hefði veiðigjaldið meira en tvöfaldast frá síðasta fiskveiðiári.

Þetta er gríðarleg hækkun sem allar greinar ættu erfitt með að takast á við. Og hafa verður í huga að nú er verið að greiða veiðigjald reiknað út frá afkomu greinarinnar árið 2015, en aðstæður voru þá mun hagfelldari en nú.

Annað er mjög sláandi í grein hagfræðingsins, en það er sú staðreynd að veiðigjaldið er nú orðið næststærsti einstaki gjaldaliður margra sjávarútvegsfyrirtækja, á eftir launum. Þetta er vitaskuld mjög óeðlilegt.

Loks er athyglisvert í grein Friðriks að veiðigjaldið er að langmestu leyti landsbyggðarskattur. Á landsbyggðinni er vægi sjávarútvegs í tekjum að meðaltali 16,6%, en 2,2% á höfuðborgarsvæðinu.

Og fyrirtæki á landsbyggðinni greiða yfir 80% veiðigjaldsins.

Það er furðulegt að við þessar aðstæður skuli enn heyrast þær raddir að sjávarútvegurinn greiði ekki nóg.

En þær heyrast að vísu nær eingöngu frá stjórnmálamönnum smáflokka á höfuðborgarsvæðinu.