Barningur Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar áttust við í Eyjum.
Barningur Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar áttust við í Eyjum. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon sport@mbl.is Norðankonur í Þór/KA hirtu öll stigin á heimavelli bikarmeistara ÍBV í gær þegar liðin áttust við í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta.

Í Eyjum

Guðmundur Tómas Sigfússon

sport@mbl.is

Norðankonur í Þór/KA hirtu öll stigin á heimavelli bikarmeistara ÍBV í gær þegar liðin áttust við í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2:1-sigri gestanna en mörkin komu með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks.

Ariana Calderon var frábær á miðju gestanna og stjórnaði leik þeirra vel. Lið Þór/KA er sterkt og leikmenn átta sig á styrkleikum þess. Það er ljóst að erfitt verður að taka stig af núverandi Íslandsmeisturum en lið ÍBV átti alveg möguleika á því. Með örlítið betri ákvörðunum á síðasta þriðjungi vallarins hefðu liðin getað skipt stigunum á milli sín.

Í næstu umferðum spila Íslandsmeistararnir gegn KR, FH og Selfossi en öllum þessum liðum er spáð sæti í neðri helmingi Pepsi-deildarinnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort þær klári þessi lið og verði með fullt hús stiga þegar þær mæta Breiðabliki í lok júní.

ÍBV spilar við KR á laugardag áður en liðið tekur rúntinn á Breiðabliki, Val og Stjörnunni en liðinu hefur ekki gengið vel með þau síðustu árin. Með leik eins og í dag og ögn betri einbeitingu í vörninni mun liðið eflaust taka stig af þeim.