Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, verður haldin á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina 18.-21. maí, líkt og hefð er fyrir. 18 nýjar íslenskar heimildarmyndir verða sýndar og einnig verða kynnt níu verk í vinnslu.

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, verður haldin á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina 18.-21. maí, líkt og hefð er fyrir. 18 nýjar íslenskar heimildarmyndir verða sýndar og einnig verða kynnt níu verk í vinnslu.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár verður danski klipparinn Niels Pagh Andersen sem hefur klippt yfir 250 kvikmyndir og að meirihluta heimildarmyndir. Má af þeim nefna verðlaunamyndirnar The Act of Killing og The look of Silence eftir Joshua Openheimer og Three Rooms of Melancholia eftir Pirjo Honkasalo. Andersen mun leiða meistaranámskeið á hátíðinni á laugardeginum.

Tvenn verðlaun verða að vanda veitt á hátíðinni, annars vegar Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar og hins vegar Ljóskastarinn, dómnefndarverðlaun hátíðarinnar. Í dómnefnd að þessu sinni verða leikstjórarnir Ragnar Bragason og Yrsa Roca Fannberg og Elísabet Indra Ragnarsdóttir tónlistarkona.