— Morgunblaðið/Eggert
Á fimmtu milljón króna safnaðist í skákmaraþoni Hróksins til styrktar Fatimusjóðnum og UNICEF sem leikið var á föstudag og laugardag.
Á fimmtu milljón króna safnaðist í skákmaraþoni Hróksins til styrktar Fatimusjóðnum og UNICEF sem leikið var á föstudag og laugardag. Þar tefldu Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman 250 skákir við gesti, sem sumir brugðu á leik með skákmennina fyrir utan pakkhús Hróksins við Reykjavíkurhöfn þar sem atburðurinn fór fram. Peningunum sem söfnuðust verður varið í þágu stríðshrjáðra barna í Jemen.