Spenna FH-ingar fagna innilega gegn Fjölni í Egilshöll í gær.
Spenna FH-ingar fagna innilega gegn Fjölni í Egilshöll í gær. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Grafarvogi Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FH vann dramatískan 3:2 sigur á Fjölni í Egilshöll í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Þetta var leikur tveggja hálfleikja en FH-ingar voru varkárir í sínum leik og ætluðu alls ekki að fá á sig mark.

Í Grafarvogi

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

FH vann dramatískan 3:2 sigur á Fjölni í Egilshöll í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Þetta var leikur tveggja hálfleikja en FH-ingar voru varkárir í sínum leik og ætluðu alls ekki að fá á sig mark. Þeir töpuðu illa fyrir Breiðabliki í síðustu umferð, 3:1 og voru mikið í einföldum hliðarsendingum og virkuðu menn hræddir við að gera mistök á meðan Fjölnismenn voru öflugir í skyndisóknum sínum og hefðu hæglega getað klárað leikinn í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum hjá FH-ingum og ljóst að Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, hafði látið sína menn heyra það duglega í leikhléi. Þeir skoruðu tvö góð mörk í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn mættu ekki til leiks, fyrsta kortið í seinni hálfleik. Þessi tvö mörk frá FH voru hins vegar nóg til þess að vekja Fjölnismenn sem náðu að jafna leikinn áður en Pétur Viðarsson skoraði sigurmark leiksins eftir afar slakan varnarleik Fjölnismanna.

Fjölnismenn fengu á sig ódýr mörk í leiknum, mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir og að sama skapi fóru þeir illa með nokkur dauðafæri og þeir naga sig því í handabökin að hafa farið stigalausir út úr leiknum. FH-ingar mega hins vegar vera sáttir við stigin þrjú enda má með sanni segja að þeir hafi stolið sigrinum á lokamínútunum.