Gleði Það hoppar hver á sínum forsendum á Ærslabelg. Sumir voru einbeittir á svip og huguðu að næsta leik á meðan aðrir slepptu fram af sér beislinu og ósvikin gleði og frelsi sáust langar leiðir úr brosandi andlitunum.
Gleði Það hoppar hver á sínum forsendum á Ærslabelg. Sumir voru einbeittir á svip og huguðu að næsta leik á meðan aðrir slepptu fram af sér beislinu og ósvikin gleði og frelsi sáust langar leiðir úr brosandi andlitunum. — Morgunblaðið/Eggert
Í mildu sumarveðri á sunnudagsmorgni var hópur barna og fullorðinna samankominn við nýuppsetta hoppudýnu á túninu við Gerðarsafn í Kópavogi.

Í mildu sumarveðri á sunnudagsmorgni var hópur barna og fullorðinna samankominn við nýuppsetta hoppudýnu á túninu við Gerðarsafn í Kópavogi.

Fullorðnir nutu þess að fylgjast með ungviðinu sem hoppaði og skoppaði af öllum lífs og sálar kröftum á litríkri dýnunni.

Foreldar, afar og ömmur sátu í rólegheitum og fylgdust glöð með börnunum skemmta sér og fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Eldri börnin sem komu án fullorðinna skemmtu sér ekki síður.

Uppblásna hoppudýnan sem kallast Ærslabelgur var sett upp í síðustu viku. Að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra var varla byrjað að blása í dýnuna þegar krakkarnir voru mættir. Ármann segir að Ærslabelgur hafi verið hugsaður sem fyrsta skrefið til þess að lífga upp á svæðið bak við menningarhúsin.