Kraftur Ungir sem aldnir lögðu hönd á plóg til að freista þess að slá Íslandsmetið. Það tókst að lokum.
Kraftur Ungir sem aldnir lögðu hönd á plóg til að freista þess að slá Íslandsmetið. Það tókst að lokum. — Morgunblaðið/Eggert
Íslandsmetið í perlun armbanda var slegið í stúkunni á Laugardalsvelli í gær þegar Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðsins, og Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, sameinuðu krafta sína. Alls voru 3.

Íslandsmetið í perlun armbanda var slegið í stúkunni á Laugardalsvelli í gær þegar Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðsins, og Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, sameinuðu krafta sína. Alls voru 3.983 armbönd perluð en fyrra metið var 3.972 armbönd en það var sett í Hörpu í janúar.

Landsliðsþjálfarar í kapp

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson, létu sig ekki vanta en þeir kepptust meðal annars um hvor væri fljótari að perla armband og lýsti Gummi Ben keppninni. Armbönd þeirra voru síðan boðin upp og seldist armband Heimis fyrir 60.000 krónur, en Freys fyrir 15.000.

Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts. „Við bjóðum nú þegar upp á sálfræðiþjónustu, félagsaðstoð og fjárhagsaðstoð, en nú viljum við bæta við sérstökum endurhæfingarhelgum þar sem áhersla verður lögð á að njóta lífsins í núinu og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts.