Göngutúr Barnavagnar og -kerrur eru engin fyrirstaða í heilsubótargöngum.
Göngutúr Barnavagnar og -kerrur eru engin fyrirstaða í heilsubótargöngum. — Morgunblaðið/Golli
Árleg barnavagnavika Ferðafélags barnanna hefst í dag, mánudaginn 14. maí, og lýkur föstudaginn 18. maí. Efnt verður til einnar til tveggja klukkustunda gönguferða víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir fólk með börn í barnavögnum eða -kerrum.

Árleg barnavagnavika Ferðafélags barnanna hefst í dag, mánudaginn 14. maí, og lýkur föstudaginn 18. maí. Efnt verður til einnar til tveggja klukkustunda gönguferða víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir fólk með börn í barnavögnum eða -kerrum. Þægilegur og rólegur gönguhraði, en á leiðinni taka þátttakendur nokkrar teygju- og slökunaræfingar, sem henta prýðilega fyrir jafnt mömmur og pabba, afa og ömmur.

Í heilsubótargöngunni er upplagt tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, og eiga skemmtilega samverustund með öðru barnafólki.

Fararstjóri er Lína Móey. Ekki þarf að panta, bara mæta.

Í dag verður lagt upp í gönguna kl. 12.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal, en annars verður á sama tíma gengið frá eftirfarandi stöðum: Þriðjudagur, 15. maí: Árbæjarlaug. Miðvikudagur, 16. maí: Sundlaug Seltjarnarness. Fimmtudagur, 17. maí: Perlan. Föstudagur, 18. maí: Vesturbæjarlaug.