Stór hluti Urriðaholts er innan vatnasviðs Urriðavatns. Hefðbundnar fráveitulausnir safna ofanvatni frá byggð í fráveitukerfi og beina því þannig almennt til sjávar.
Stór hluti Urriðaholts er innan vatnasviðs Urriðavatns. Hefðbundnar fráveitulausnir safna ofanvatni frá byggð í fráveitukerfi og beina því þannig almennt til sjávar. Væri slíkum lausnum beitt í Urriðaholti er hætt við að náttúrulegt rennsli til Urriðavatns myndi minnka, með neikvæðum afleiðingum fyrir grunnt vatnið og lífríki þess. Þess í stað var leitað leiða við að meðhöndla ofanvatn staðbundið og beita samfara því náttúrulegri hreinsun til að koma í veg fyrir að mengunarefni berist til Urriðavatns.