Skallaeinvígi Akureyringar og Eyjamenn tökust á í lofti og á jörðu.
Skallaeinvígi Akureyringar og Eyjamenn tökust á í lofti og á jörðu. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á Akureyri Baldvin Kári Magnússon sport@mbl.is KA og ÍBV mættust á Akureyrarvelli í 3. umferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Leiknum lauk með 2:0 sigri heimamanna. Akureyrarvöllur kom illa undan vetri og voru aðstæður til knattspyrnu ekki góðar.

Á Akureyri

Baldvin Kári Magnússon

sport@mbl.is

KA og ÍBV mættust á Akureyrarvelli í 3. umferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Leiknum lauk með 2:0 sigri heimamanna. Akureyrarvöllur kom illa undan vetri og voru aðstæður til knattspyrnu ekki góðar. Það hafði áhrif á leik liðanna sem gekk afar illa að halda boltanum í upphafi leiks. Elfar Árni kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, eftir að Kaj Leo missti boltann klaufalega, fyrsta mark Elfars í sumar. Í seinni hálfleik bætti Ásgeir Sigurgeirsson við öðru marki. Lokatölur 2:0 og fyrsti sigur KA í sumar staðreynd.

Guðmann Þórisson kom aftur inn í lið KA eftir leikbann og stóð sig afar vel. Vörnin virkaði örugg og hélt liðið hreinu í fyrsta skipti í sumar. Bjarni Mark Antonsson færðist úr vörninni á miðjuna í stað Archange Nkumu og gerði sú breyting mikið fyrir heimamenn. Bjarni var öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Eyjamönnum gekk hins vegar illa að skapa opin færi í leiknum. Gunnar Heiðar og Kaj Leo voru þeirra sprækustu menn. Uppskeran í Eyjum er einungis eitt stig eftir þrjá leiki og það er ljóst að það er verk að vinna fyrir Kristján Guðmundsson og Eyjamenn.