Félagar Ljósmyndararnir og stórkanónurnar, Ragnar Axelsson, Guðmundur Ingólfsson og Kristinn Ingvarsson, létu sig ekki vanta á sýninguna hjá Olaf. Hér eru þeir í léttu spjalli.
Félagar Ljósmyndararnir og stórkanónurnar, Ragnar Axelsson, Guðmundur Ingólfsson og Kristinn Ingvarsson, létu sig ekki vanta á sýninguna hjá Olaf. Hér eru þeir í léttu spjalli.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sýning hins kunna þýska ljósmyndara Olafs Otto Becker, „Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999-2017“, var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag.
Sýning hins kunna þýska ljósmyndara Olafs Otto Becker, „Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999-2017“, var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Var opnunin vel sótt af áhugafólki um framúrskarandi ljósmyndun og samtímamyndlist. Becker hefur sent frá sér nokkrar rómaðar bækur með ljósmyndum frá báðum þessum löndum, litljósmyndir sem hann tekur á stóra blaðfilmumyndavél, og á sýningunni má sjá úrval prenta úr þessum myndröðum sem víða hafa verið sýndar.