Garður á Reykjanesi.
Garður á Reykjanesi. — Morgunblaðið/ÞÖK
Garður og Sandgerði eru einu byggðarlögin sem eru landfræðilega Suðurnes, og þó svo fleiri kenni sig við Suðurnes, en búi ekki á Suðurnesi er það allt í lagi.

Garður og Sandgerði eru einu byggðarlögin sem eru landfræðilega Suðurnes, og þó svo fleiri kenni sig við Suðurnes, en búi ekki á Suðurnesi er það allt í lagi. En þeir eiga ekki nafnið, það eru Sandgerði og Garður sem saman eiga nafnið Suðurnes samkvæmt Islandskort.is, Landsbókasafni Íslands og Háskólabókasafni. Þar kemur fram að Suðurnes eru NA-Útskálar og SA-Stafnes, mæliár var 1908, endurskoðunarár var 1932 og útgáfuár var 1944. Einnig samkvæmt fleiri heimildum um að kennileiti Suðurnesja séu einungis Garður og Sandgerði.

Hvernig getur nafnið Suðurnes ekki rúmast innan reglna nefndarinnar?

Kristjana Þ. Vilhjálmsdóttir,

eldri borgari í Garði,

fædd þar og uppalin,

símstöðvarstjóri í Garði í 40 ár.