Spáð er áframhaldandi rigningarskúrum með köflum á landinu öllu í vikunni og verður hitastig um 5 til 10 stig. „Það er útlit fyrir suðlægar áttir áfram í vikunni.

Spáð er áframhaldandi rigningarskúrum með köflum á landinu öllu í vikunni og verður hitastig um 5 til 10 stig.

„Það er útlit fyrir suðlægar áttir áfram í vikunni. Svala suðvestanátt með hléum þannig að það gætu komið slydduél til fjalla en þetta verða meira og minna rigningarskúrir á láglendi þannig að við fáum ekki élin aftur eins og fyrir tveim vikum en fjöllin grána kannski aðeins,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á fimmtudag mun hlýna örlítið á landinu en einnig er þá útlit fyrir suðvestanátt með talsverðri rigningu með köflum um allt sunnan- og vestanvert landið. mhj@mbl.is