— Morgunblaðið/Kristinn
14. maí 1962 Veitingastaðurinn Múlakaffi við Hallarmúla í Reykjavík tók til starfa. Þá kostaði lambasteik með grænmeti 35 krónur en kalt hangikjöt með rjómakartöflum og Wínarschnizel 40 krónur. 14.

14. maí 1962

Veitingastaðurinn Múlakaffi við Hallarmúla í Reykjavík tók til starfa. Þá kostaði lambasteik með grænmeti 35 krónur en kalt hangikjöt með rjómakartöflum og Wínarschnizel 40 krónur.

14. maí 1998

Jóhanna Sigurðardóttir talaði samfellt í fimm og hálfa klukkustund í umræðum á Alþingi um húsnæðisfrumvarp og sló þar með eldra met sem var fimm klukkustundir. Samtals stóð hún í ræðustól, með hléum, í tíu klukkustundir og átta mínútur, sem einnig var met.

14. maí 2005

Um tvö hundruð manns gengu á Hvannadalshnjúk í Öræfajökli og höfðu þeir aldrei verið fleiri. Morgunblaðið hafði eftir einum þátttakenda að hópurinn hefði liðast upp á tindinn líkt og ormur. Gangan á tindinn og niður aftur tók fjórtán klukkustundir.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson