Menningarsól Lilja Alfreðsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson í gær.
Menningarsól Lilja Alfreðsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson í gær. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarbær fær 600 milljóna kr. framlag frá ríkinu til menningarmála á næsta þremur árum, skv. samningi sem Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri undirrituðu í gær við Amtsbókasafnið.

Akureyrarbær fær 600 milljóna kr. framlag frá ríkinu til menningarmála á næsta þremur árum, skv. samningi sem Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri undirrituðu í gær við Amtsbókasafnið.

Markmið samningsins er m.a. að efla Akureyri sem þungamiðju öflugs menningarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins og atvinnumennsku á sviði lista. Með fjölbreyttum menningarkostum fyrir íbúa og listafólk ætla ríki og bær að leggja sín lóð á þær vogarskálar að efla búsetukosti á Norður- og Austurlandi, eins og það er orðað.

Nefnd eru þau meginverkefni sem samningur ríkisins beinist að: Starfsemi atvinnuleikhúss undir merkjum Leikfélags Akureyrar; starfsemi sinfóníuhljómsveitar undir merkjum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands; að efla menningarhúsið Hof sem vettvang sviðslista og tónlistar og að starfsemi Listasafnsins á Akureyri.

Framlag ráðuneytisins er 195 milljónir í ár, rétt tæpar 200 á næsta ári og tæpar 205 milljónir 2020.