Hæfileikaríkar Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skiptast á að leika Matthildi í samnefndum söngleik hjá Borgarleikhúsinu.
Hæfileikaríkar Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skiptast á að leika Matthildi í samnefndum söngleik hjá Borgarleikhúsinu.
Búið er að velja 19 krakka sem leika munu í söngleiknum Matthildi sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars 2019.

Búið er að velja 19 krakka sem leika munu í söngleiknum Matthildi sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars 2019. Þrjár stelpur á aldrinum níu og tíu ára munu skipta með sér hlutverki Matthildar, þær Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir.

Með önnur krakkahlutverk fara Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir, Arnaldur Halldórsson, Baldur Björn Arnarsson, Edda Guðnadóttir, Emil Björn Kárason, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Hilmar Máni Magnússon, Hlynur Atli Harðarson, Jón Arnór Pétursson, Linda Ýr Guðrúnardóttir, Lísbet Freyja Ýmisdóttir, María Pála Marcello, Patrik Nökkvi Pétursson, Þóra Fanney Hreiðarsdóttir og Þórey Lilja Benjamínsdóttir.

„Þessi voru valin úr hópi 1.119 krakka sem mættu í áheyrnarprufur í Borgarleikhúsinu á síðustu vikum. Valið reyndist gríðarlega erfitt enda stóðu allir þeir krakkar sem mættu sig mjög vel. Forsvarsmenn sýningarinnar og Borgarleikhússins vilja koma á framfæri miklum þökkum til allra þeirra sem mættu í prufurnar og hvetja þau til dáða í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu.