Ólafur Jóhannsson
Ólafur Jóhannsson
„Hér er gleði og friður og tugþúsundir dönsuðu og sungu á götunum í gær [sunnudag],“ sagði Ólafur Jóhannsson, formaður Zíon vina Ísraels, í gær en hann dvelur nú í Jerúsalem.

„Hér er gleði og friður og tugþúsundir dönsuðu og sungu á götunum í gær [sunnudag],“ sagði Ólafur Jóhannsson, formaður Zíon vina Ísraels, í gær en hann dvelur nú í Jerúsalem. Þá var svonefndur Jerúsalemdagur haldinn hátíðlegur og því fagnað að Ísraelar náðu borginni á sitt vald 1967. Í dag verður aftur mikil hátíð þegar fagnað verður 70 ára afmæli Ísraelsríkis.

Ólafur hefur farið tvisvar á ári til Ísraels í samfleytt 41 ár og dvalið þar allt að hálfu árinu. Hann hefur veitt yfir 1.000 Íslendingum leiðsögn um Ísrael. Ólafur sagðist aðallega heyra af óeirðum á Gaza í gegnum erlenda fjölmiðla. Hann sagði að þar sem hann dveldi í Jerúsalem ríkti friður á meðal fólks. Gyðingar og arabar búi þar í sátt og samlyndi og vinni sín störf. „Þeir stunda viðskipti og dansa saman á götunum,“ sagði Ólafur og sendi friðarkveðju heim.